Nemi frá Lipurtá fær verðlaun á nýsveinahátíð

12.03.2016

Á laugardaginn 6 febrúar síðastliðinn tók Kara Björk Bessadóttir snyrtifræðingur og fyrrverandi nemi á á Lipurtá við verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur og handverk á sveinsprófi frá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur á nýsveinahátíð félagsins sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fékk Þórhalla Ágústsdóttir meistari hennar viðurkenningu. Glæsileg frammistaða hjá Köru og óskum við henni til hamingju með árangurinn.