Vörur


Héliabrine

Héliabrine er einstök vörulína fyrir andlit og líkama og er öll línan náttúruleg og án parabena. Héliabrine  er framleidd í Monaco og eru margar mismunandi meðferðir fyrir allar húðgerðir. Héliabrine er einungis selt á viðurkendum snyrtistofum.

Héliaspa

      Héliaspa er lína fyrir líkama, framleitt af Labratories Asepta í Monaco og hafa þeir verið leiðandi á snyrtivörumarkaðnum síðan 1946.

Hélíaspa eru allar náttúrulegar vörur og án parabena. Sérstakar meðferðir eru bæði í andlits og líkamslínu Héliabrine og kemur öll línan einnig í vinnupakningum fyrir snyrtistofur.

 

GUINOT

GUINOT er háþróað, árangursríkt franskt snyrtivörumerki. GUINOT vörur og andlitsmeðferðir eru eingöngu seldar á snyrtistofum. Þannig tryggir GUINOT að viðskiptavinurinn fái faglega leiðsögn í vali á andlitsmeðferðum og snyrtivörum. 
Eftir 30 ára reynslu á snyrtistofum er GUINOT í broddi fylkingar í þróun á aðferðum og framsetningu húðmeðferða. Allar GUINOT meðferðir eru árangursríkar. Til þess að viðhalda árangri meðferðar notar viðskiptavinurinn GUINOT snyrtivörur. Vandlátar konur sem hugsa vel um húðina kjósa GUINOT meðferðir og ráðgjöf.

SAGA SIF DESIGN

Við erum með skartið frá SAGA SIF DESIGN til sölu hjá okkur. Glæsilegt skart svo sem armönd, lokkar og hálsmen. www.sagasifdesign.is

 

 

 

Akileine

Akileine eru fótavörur, sérhæfðar fyrir allar tegundir fóta. Lína fyrir þurra, raka og heita fætur. Einnig sérhæfð krem fyrir sykursjúka.

Smashbox

Frábær förðunarlína sem hentar öllum - Einnig er eitt mjög sniðugt frá Smashbox en það eru "try-it-kit" sem hægt er að kaupa. Í hverju boxi eru nokkrar vörur í litlum umbúðum samt aðeins stærri en þessar venjulegu prufu stærðir. Mjög gott að kaupa svona box áður en þú ferð út í að skipta um snyrtivörur.

OPI

OPI er lína í handaumhirðu og sérhæfir sig í efnum til meðhöndlunar á höndum og nöglum. Opi framleiðir sterk og endingargóð naglalökk í glæsilegum litum. Frábært lakk og handsnyrtivörur.

Akileine  fyrir sykursjúka

       Akileine eru fótavörur, sérhæfðar fyrir allar tegundir         fóta en eru sérhæfð krem og vörur fyrir sykursjúka.

 

 

 
 

 

 
 

 

 

 

MOROCCANOIL LÍKAMSLÍNA

Ný líkamslína frá Morocconoil. Mismunandi olíur, suffle body lotion og sápur. Dásamlegir ilmir.